top of page

Iðja gefur góða mynd af getustigi hjá barni og fullorðnum einstaklingi í hreyfiþroska og rökhugsun

Guðrún Hallgríms iðjuþjálfi hjá Heimastyrk fór í vitjun heim til fjölskyldu fyrir stuttu og valdi að hafa með hráefni í kókoskúlugerð í samráði við foreldra. Þannig gafst gott tækifæri til að meta hreyfigetu og þroska systkinanna við iðju, úrvinnslu einfaldra leiðbeininga, rökhugsun, þolinmæði og tilfinningastjórnun ásamt samskiptum og hegðun milli foreldra og barna. Það besta við svona einfaldan bakstur er að það þarf ekki að bíða lengi eftir að byrja að borða með kalda mjólk, vatn eða djús í hendi eins og þau völdu sér.

Skemmtilegt og létt spjall átti sér stað í lok tímans þar sem krakkarnir fóru að deila hvernig þau upplifa samskiptin og samveruna með hvoru öðru alveg af eigin frumkvæði. Einlæg, falleg og afar gagnleg samskipti fyrir þau öll.

Þessar upplýsingar ásamt öðru sem hefur safnast saman í öðrum aðstæðum mun Guðrún iðjuþjálfi nýta við að útbúa tillögur að iðju, leik og samveru fyrir fjölskylduna þar sem allir ættu að ná að njóta sín og eiga ánægjuleg samskipti á sínum forsendum.




1 view0 comments

Comments


bottom of page