top of page

Hugur og hendur - eftir höfðinu dansa limirnir

Iðjan sem fer fram í Hugur og hendur sem Guðrún Hallgríms iðjuþjálfi hjá Heimastyrk hefur haldið utan um fyrir Parkinsonsamtökin frá 2017 er ansi fjölbreytt. Um daginn var ákveðið að skella í vöfflu- og smákökubakstur. Sú iðja krafðist þess að margar hendur þurftu að hjálpast að við að sækja áhöld, skipta með sér verkum, þeyta rjóma og hella upp á kaffi. Auk þess að leggja á borð, borða og njóta í skemmtilegum félagsskap. Svo var það frágangurinn góði í lok tímans, allt er auðveldara með góðri aðstoð. Margar hendur vinna létt verk og ekki verra að það er alltaf stutt í hláturinn og gleðina hjá okkur. Þessi iðja styður við áframhaldandi færni heima fyrir þar sem iðjan fer fram í umhverfi eldhúss og það hjálpar til við að finna út hvaða iðja getur verið krefjandi þegar færni skerðist og hvað sé hægt að gera til að auðvelda iðjuna t.d. með því að breyta líkamsstöðu, nota hjálpartæki eða breyta iðjunni og umhverfinu með einföldum hætti.





0 views0 comments

Comments


bottom of page