top of page

Hlúum að geðheilsunni okkar, sérstaklega á álagstímum.

Hver kannast ekki við það þegar alltof mikið er að gerast á sama tíma og við vitum varla í hvorn fótinn við eigum að stíga.


Það er á þessum stundum sem það er afar mikilvægt að við hugum vel að okkur sjálfum og persónulegum þörfum. Setjum eigin heilsu í forgang með því að setja "súrefnisgrímuna" fyrst á okkur, svo á aðra líkt og í flugvélum. Flest kunnum við ólíkar aðferðir sem nýtast vel á svona örlagaríkum augnablikum og nauðsyn að nýta þær þar sem þær geta haft langtímaáhrif á líðan okkar og heilsu. Ef þig vantar þessi nauðsynlegu bjargráð þá hvet ég þig til að leita aðstoðar gegnum þjónustu iðjuþjálfa. Þeir eru sérfræðingar í jafnvægi í daglegri iðju hversdagsins.


Á þessari vefslóð er búið að draga saman 25 góð ráð og aðferðir til að koma sér af stað í heilsueflingu https://bzfd.it/2BWxppp




#heimastyrkur #iðjuþjálfun #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #iðja #heilsa #eiginumsjá #sjálfskærleikur #heilsuefling #félagslegþátttaka #andlegnæring #líkamlegnæring

13 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page