Hjálpartæki geta reynst mikilvæg auðlind í lífi margra
Updated: May 16, 2021
Á heimasíðu Aldur er bara tala má sjá grein eftir mig um hjálpartæki og mikilvægi þeirra í lífi þeirra sem eru með færniskerðingu, skert jafnvægi eða úthald og styrk.
Í þessari grein verður farið yfir helstu hjálpartæki sem geta einfaldað daglegt líf og stutt okkur í að sinna þeirri iðju sem er okkur nauðsynleg og mikilvæg. Hjálpartæki er tækjabúnaður sem hjálpar okkur að auka færni okkar og sjálfsbjargargetu þegar við erum í þörf fyrir hjálp og stuðning vegna veikinda, slysa, sjúkdóma eða fötlunar. Þau geta haft jákvæð áhrif á líðan okkar, lífsgæði og félagsþátttöku og þrátt fyrir að hjálpartæki hafi fyrst litið dagsins ljós fyrir meir en hundrað árum þá hafa þau líklegast aldrei verið jafn áberandi í almennri umræðu og núna. Á tímum þegar breytingar gerast hratt og þörfin fyrir persónumiðaðar lausnir er mikil.

Hægt er að lesa greinina í fullri lengd hér fyrir neðan og á inn á www.aldurerbaratala.is og myndin er fengin að láni af heimasíðu Bara Health púðanna sem m.a. er fjallað um í greininni http://www.bara123.is