top of page

Handstyrkur og handaþjálfun

Þegar breytingar verða á handstyrk eða vegalengd í göngu getur það verið leið líkamans til að láta vita að eitthvað sé að. Eftir því sem handstyrkur og göngufærni minnkar þeim mun meiri líkur eru á alvarlegum heilsubresti.


Hvað getum við gert til að halda höndum á lofti og fótum þannig að þeir standi undir okkur yfir daginn? Lausnin er að hafa nóg fyrir stafni yfir daginn, forðast mikið af kyrrsetu og láta hendur standa fram úr ermum, bæði heima og að heiman. Hendur og fætur líkt og allt annað í líkamanum eru tengt við heilann, “móðurborð” líkamans. Það skiptir ekki máli þótt við séum að kljást við fötlun, veikindi eða skerðingu - að taka þátt daglega gegnum samskipti og athafnir skiptir máli fyrir alla. Það skiptir einnig miklu máli að við höfum gaman af því sem við erum að taka okkur fyrir hendur. Við þurfum að nýta öll þau tækifæri sem gefast til að hlúa vel að líkama og sál því við eigum bara einn líkama. Líkt og lagið segir þá er um að gera að “Lifa og njóta”.


Það getur verið að fara í sund, mála, taka til heima, skrifa bréf, elda mat, spila, lyfta lóðum, prjóna, fara á hestbak, iðka yoga, dansa, tefla, stunda karate, sinna garðrækt, læra, spila golf, klifra, veiða og svo mætti lengi telja því sem betur fer eru athafnirnar margar því við mannfólkið erum ólík, með ólík áhugamál og þarfir.


Njótum lífsins með bros á vör gegnum hendur, fætur og hugann, viðhöldum líkamsstyrk og færni, og tryggjum að heilinn fái sína daglegu næringu gegnum samveru, gleði og allt áreitið sem lífið hefur upp á að bjóða í gegnum skynfærin okkar (snerting, hljóð, bragð, lykt, heyrn og sjón).


Stundum er erfitt að koma sér af stað eftir veikindi í lengri tíma, slys eða áföll og þá er um að gera að fá aðstoð hjá iðjuþjálfa eða öðrum fagaðila, bara ekki gera ekki neitt.


#heimastyrkur #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #handstyrkur #heilsa #heilbrigði #handaþjálfun #skynfærin

38 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page