top of page

Guðrún Jóhanna hefur verið ráðin í stöðu aðjúnkts við heilbrigðisvísindasvið.

Updated: Nov 6, 2021

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin í 49% stöðu aðjúnkts við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri frá 1. nóvember 2021.



Guðrún Jóhanna er iðjuþjálfi með norræna MA í öldrunarfræðum. Hún lauk BS prófi í iðjuþjálfunarfræði frá Ergoterapeutskolen (nú Københavns Professions Højskole) í Kaupmannahöfn janúar 2008, diplómu í öldrunarþjónustu frá Háskóla Íslands í júní 2010 og norrænu MA prófi við Háskóla íslans í júní 2014. Í dag stundar hún nám við Háskóla Íslands í faghandleiðslu á meistarastigi.


Guðrún Jóhanna hefur verið í stjórnunarstörfum innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu í að verða 14 ár og býr að mikilli reynslu tengt nýsköpun, frumkvöðlastarfi, breytingastjórnun og stefnumótunarvinnu. Samhliða því starfi hefur hún sinnt stundakennslu á framhalds- og háskólastigi. Guðrún Jóhanna hefur verið í stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands og situr nú í stjórn Vinnuvistfræðifélags Íslands (VINNÍS).


Í dag er Guðrún Jóhanna sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi með eigin rekstur undir heitinu Iðjuþjálfun Heimastyrkur samhliða kennslustörfum. Hún var fyrst iðjuþjálfa á Íslandi til að fá staðfestingu frá Embætti landlæknis á rekstri starfsstofu þann 1. október 2017 og síðar einnig við að veita fjarheilbrigðisþjónustu.

72 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page