top of page

Guðrún iðjuþjálfi og faghandleiðari er stundakennari í hlutastarfi samhliða Heimastyrk

Updated: Nov 3, 2023

Guðrún Hallgríms iðjuþjálfi og faghandleiðari er að kenna reglulega yfir árið á ólíkum menntastigum víða um land og einnig á netinu. Til viðbótar við kennsluna er hún að bjóða upp á ýmsa fyrirlestra og fræðsluerindi fyrir félagasamtök, sveitarfélög og vinnustaði tengt t.d. heilsueflingu, vellíðan, orkustjórnun, orkusparandi vinnuaðferðum, líkamsbeitingu við ólík verkefni og starfsumhverfi, vinnuvernd, faghandleiðslu, skynvitund, skynjun og skynúrvinnslu, samskipti og samvinnu, óhefðbundin samskipti, leiðtogafærni og stjórnunaraðferðir, valdeflingu gegnum tómstundaiðju og hreyfingu, heilahreysti og minnisþjálfun, heilsu og umhverfi eftir starfslok og svo mætti lengi telja. Markmið kennslunnar, fyrirlestra og fræðslunnar er að efla börn og fullorðna til að finna sínar leiðir til að vera við stjórnvölinn í eigin lífi út frá eigin þörfum, getu og áhugasviði.


Það skemmtilega er að það eru tveir nemendur á öðru ári í iðjuþjálfunarfræðum sem sátu kennsluna hjá Guðrúnu þann 12. september 2023 við Háskólann á Akureyri, voru einnig nemendur hjá henni þegar þeir voru að læra félagsliðann í Borgarholtsskóla. Önnur þeirra sagðist hafa heillast svo mikið af iðjuþjálfuninni í því námi sem varð til þess að hún ákvað sjálf að verða iðjuþjálfi. Vert að taka fram að það eru mun fleiri fyrri nemendur í náminu á öðrum námsstigum og útskrifaðir sem voru nemendur á öðru menntastigi hjá Guðrúnu iðjuþjálfa.
14 views0 comments

Commentaires


bottom of page