top of page

Guðrún Hallgríms iðjuþjálfi útskrifast úr háskólanámi í handleiðslufræðum

Á þriðja tug fagnar brautskráningu í handleiðslufræðum 7. janúar 2023.

Útskriftarhópurinn ásamt kennurum, skipuleggjundum námsins og handleiðurum.


Tuttugu og sex nemendur fögnuðu á dögunum námslokum í þriggja missera diplómanámi á meistarastigi í handleiðslufræðum við Félagsráðgjafardeild HÍ í lokahófi á Háskólatorgi. Þetta er í annað skipti sem útskrifað er úr greininni en nemendahópurinn kemur úr afar fjölbreyttum greinum, m.a. guðfræði, hjúkrunarfræði, náms-og starfsráðgjöf og sálfræði auk félagsráðgjafar.


Mikil aðsókn var í námið og komust færri að en vildu. Námið er þverfaglegt og spannar fræðilegan grunn handleiðslufræða, klínískan þjálfunarhluta og sjálfsvinnu. Umsjónarkennari námsins var Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild, en að skipulagningu og framkvæmd þess komu einnig Sigrún Júlíusdóttir, prófessor emerita við sömu deild, og Díana Ósk Óskarsdóttir, guðfræðingur og handleiðari.


Nemendur, sem taka við útskriftarskírteinum sínum á brautskráningu Háskólans 17. febrúar nk., eru fagfólk með 4-5 ára háskólamenntun til löggiltra starfsréttinda. Hafa þau öll trausta reynslu af faglegu starfi og af eigin handleiðslu.

8 views0 comments

Comments


bottom of page