top of page

Fyrirlestur og æfingar tengt heilahreysti og minnisþjálfun

Í apríl fékk Guðrún Hallgríms iðjuþjálfi hjá Heimastyrk þann heiður að fjalla um minnisþjálfun og heilaleikfimi fyrir eldri borgara sem sækja fjölbreytt félagsstarf í kirkju á höfuðborgarsvæðinu. Þar kynntist hún fallegum fjórfættum gest sem mætir líka félagsstarfið og elskar að fá ostsneið eins og sést.

Einstaklega skemmtileg samverustund þar sem reyndi á heilasellurnar í orðsins fyllstu merkingu en það dásamlega er að margar hendur (heilar) vinna létt verk. Þau komust því vel gegnum allar þrautirnar og verkefnin með aðstoð hvors annars og alltaf stutt í hláturinn sem minnir á orðatiltækið "Hláturinn lengir lífið"


Ykkar þraut er:

Í hvaða kirkju var Guðrún iðjuþjálfi Heimastyrks með fyrirlesturinn?




7 views0 comments

コメント


bottom of page