Friðsæla náttúran
Updated: May 16, 2021
Fátt eins endurnærandi og að fara út í náttúruna og njóta. Þar leynast ýmis ævintýri fyrir skynfærin okkar, huga, hjartað og vöðvana. Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingar eru farnir að mæla með meiri útivist t.d. fyrir þá sem líður ekki vel eða eru undir miklu álagi og streitu. Í náttúrunni má finna frið og ró og auðvitað fjör og gleði hvort sem við erum ein eða með öðrum. Upp á fjalli, í dal, inn í skógi, í sveitinni, á ströndinni eða í sjónum. Allt eftir því hvað hentar okkur hverju sinni og hér telur hver mínúta, svo þetta þarf ekki að taka langan tíma. Það er hollt og gott að setja sér það markmið að fara út í náttúruna á hverjum degi
#heimastyrkur #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #náttúran #hugarró #skynfærin #endurnærandi #einusinniádagkemurskapinuílag