Frelsið við að komast ferða sinna
Gestur gaf mér sitt góða leyfi til að deila þessum skemmtilegu myndum af honum og fína hjólinu hans sem var keypt hjá Mobility.is með styrk frá Sjúkratryggingum Íslands. Svo best sem ég veit er hann fyrsti eldri borgarinn á Íslandi til að fá úthlutað styrk frá Sjúkratryggingum til að kaupa hjól. Hann hjólaði mikið á yngri árum en sökum parkinson þurfti hann hjól sem veitir honum viðeigandi stuðning til að geta hjólað. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hjólið veitir honum mikið frelsi og hann nýtir það nánast alla daga til að komast ferða sinna út í búð, sund og fleira á sama tíma og hann eflir heilsuna.

Það er mikill heiður fyrir mig að fá það einstaka tækifæri að vera hluti af því að auka lífsgæði, heilsu og þátttöku fólks í ólíkri iðju. Það eru einmitt svona augnablik sem gera starfið mitt extra skemmtilegt og gefandi og fyrir það er ég afar þakklát ❤️

#heimastyrkur #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #iðjuþjálfun #hjálpartæki #iðja #þátttaka #heilsa #vellíðan #þjálfun #hreyfing