Fræðsluerindi um heilaleikfimi og minnisþjálfun fyrir fólk með parkinson.
Fræðslufundur um heilaleikfimi og minnisþjálfun verður þriðjudaginn 17. maí kl. 13:00 í Seljakirkju (sjá kort) fyrir félagsmenn Parkinsonsamtakanna.
Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi verður með fyrirlestur og fræðslu um gagnlegar aðferðir til að þjálfa hugann og minnið gegnum ýmsa iðju s.s. leiki, hreyfingu, þrautir o.fl. Við viljum hlúa vel að heilastarfseminni því eftir höfðinu dansa limirnir. Eftir fundinn verður boðið upp á kaffiveitingar.
Ég hvet þá sem eru með parkinson og eru ekki í samtökunum að skrá sig, félagsgjaldið er einungis 5.000 kr á ári og veitir aðgengi að fjölbreyttri fræðslu, þjálfun og ráðgjöf hjá fagfólki (skráning).
