top of page

Fræðsla um skynvitund, hlutverk skynjunar og áhrif á líðan fyrir starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar

Updated: Oct 21, 2023

Guðrún Jóhanna Hallgríms iðjuþjálfi og faghandleiðari sem á og rekur fyrirtækið Heimastyrkur.is fékk þann heiður að vera með fræðslu um Skynvitund, hlutverk skynjunar og áhrif á líðan fyrir starfsfólk á mennta- og lýðheilsusviði Hafnarfjarðarbæjar og í grunnskólum sveitarfélagsins í samstarfi við Þorkötlu sálfræðing mánudaginn 14. ágúst síðastliðinn. Mikil ánægja var með fræðsluerindið meðal þátttakenda og var markmið erindisins að auka skilning og bjargráð starfsfólks við að styðja börn og ungmenni sem eru meðal annars að takast á við áskorun eða frávik í skynúrvinnslu.


Hafnarfjarðarbær á stórt hrós skilið fyrir að bjóða sínu starfsfólki upp á þessa mikilvægu fræðslu sem mun án efa nýtast vel og hvetjum við önnur sveitarfélög til að taka Hafnarfjarðarbæ sér til fyrirmyndar fyrir sitt starfsfólk.



Einnig bendum við á nýja netverslun hjá Heimastyrkur.is sem er að bjóða vörur til sölu fyrir heilsuna, vellíðan, skynjun, vinnuvernd og til að auka færni við iðju


 
 
 

Comments


Beach Walkway

Heimastyrkur.is

heimastyrkur@heimastyrkur.is

8486509

Starfsstöðvar Heimastyrks

- Lífsgæðasetrið St. Jó, Hafnarfirði

- Heilsuklasinn, Reykjavík

- Vettvangur, vinnustaða- og skólaheimsóknir

- Fjarheilbrigðisþjónusta og -ráðgjöf á netinu

Skilmálar Heimastyrkur slf.

bottom of page