top of page

Finnst þér áskorun að standa og skafa bílrúður eftir frostmiklar nætur?



Það eru til nokkrar einfaldar lausnir sem geta hentað þér betur en að skafa. Góðar lausnir fyrir þá sem eru með gigt eða verki í höndum, eru orkulítil eftir t.d. veikindi eða finnst hljóðið hræðilegt sem myndast þegar bílrúður eru skafaðar.


Ein þessara lausna er að bera RainX á bílrúðurnar þegar þær eru þurrar og næst þegar það rignir eða frystir þá nær það ekki sama gripi á rúðunni og auðveldara að fjarlægja.

Einnig er hægt að kaupa frosteyðir (de-icer) í spreybrúsa með takka ofan á sem er ýtt á eða með gikk sem er tekið í. Tvö ólík grip sem hægt er að velja um út frá því hvað hentar handstyrk og færni í höndum.



Einnig eru margir nýlegir bílar með innbyggt hitakerfi sem hægt er að stilla þannig að bíllinn er orðinn heitur þegar þörf er á að fara út án þess að kveikt sé á bílnum.

Þessar vörur ættu að fást á næstu bensínstöð og þeim stöðum sem selja bílavörur.




#heimastyrkur #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #iðjuþjálfun #aðlagaiðju #einfaldahversdaginn #vellíðan #meirifærni #hjálpartæki

35 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page