top of page

Fimmtudaginn 14. júlí í síðustu viku lauk námskeiðinu Iðjuþjálfun og útivist.

Á námskeiðinu voru fjölbreyttar æfingar framkvæmdar, iðja, iðjuþjálfun og hreyfing innandyra sem utan auk þess sem hugað var að hollri næringu enda einn af aðal orkugjöfum líkamans ásamt svefni, hreyfingu, iðju og félagslegri heilsu.

Lokatíminn samanstóð af fjölbreyttum æfingum til að "kveikja á öllum líkamanum" áður en við elduðum, lögðum á borð og borðuðum saman. Ein ákvað að koma með flotta hjálpartækið sitt til að sýna hinum, rafknúinn dósaopnara sem vakti mikla athygli annarra enda oft áskorun að opna krukkur og dósir fyrir suma.

Virkilega skemmtileg og fjölbreytt vika af ólíkri iðju og hreyfingu sem við áttum saman innandyra sem utan sem allir voru að sjálfsögðu hvattir til að halda áfram að iðka í lok námskeiðsins Parkinsonsamtökin Lífsgæðasetur St. Jó Hafnarfirði


#heimastyrkur #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #iðjuþjálfun #útivist #iðja #samvera #gleði #þjálfun






10 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page