top of page

Eru til lausnir til að gera aksturinn þægilegri?

Á  heimasíðunni Aldur er bara tala má lesa greinina í heild sinni.


"Margir standa frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa að finna lausnir þegar skerðing á sér stað í færni hjá þeim sjálfum, maka, foreldri eða þeirra nánustu við að ferðast í bíl eða við akstur. Líkamleg eða andleg heilsa getur hrakað og orðið til þess að einföld iðja eins og að setjast inn í bíl getur orðið hin mesta þrekraun. Í slíkum aðstæðum getur reynst erfitt að átta sig á hvaða lausnir gætu mögulega hentað til að bæta þeirra aðstæður með því að einfalda og auðvelda alla þá iðju sem tengist bílnum og akstri.


Það er margt sem gæti mögulega leyst þá iðjuvanda sem myndast við akstur eða við að ferðast í bíl þegar við höfum minni kraft í höndum, getum ekki hreyft okkur eins mikið og áður, eigum erfitt með að lyfta fótum upp í bílinn eða þess vegna við að snúa okkur sitjandi þegar við förum inn og út úr bílnum. Það er því ávallt gott og heillavænt að leita ráða hjá sérfræðingum sem þekkja til þeirra möguleika sem geta leyst iðjuvandann. Lausnir sem eru í boði hér á landi, eru t.d ýmis hjálpartæki, velferðartækni og styrkir sem hægt er að sækja um.


Í dag finnast einfaldar og oft ódýrar lausnir fyrir bíla, farþega og bílstjóra eins og stóru hliðarspeglarnir sem margir nota þegar þeir ferðast með hjólhýsin í afturdragi en þeir geta reynst vel fyrir þá sem vilja hafa betra útsýni við akstur. Sama gildir um lausa baksýnisspegla sem hægt er að festa á framrúðuna, svo lengi sem þeir trufla ekki sjónsviðið fyrir framan bílinn. Bíll með fjarlægðarskynjurum og bakkmyndavél reynist mörgum vel og hægt er að kaupa slíka þráðlausa sem eru festar með segli."



9 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page