top of page

Ertu klappstýra eða þroskaþjófur?

Forræðishyggja og meðvirkni eru fyrirbæri sem ég rekst oft á sem og þroskaþjófa. Það er mjög neikvætt að ætla sér að vera sérfræðingur í öðrum og hafa vit fyrir þeim. Ég mæli miklu frekar með klappstýru hlutverkinu og stuðningsliðinu. Allir kunna vel að meta hrós og stuðning, fæstir að það sé tekið fram fyrir hendurnar á þeim eða þeir talaðir niður fyrir að gera rangt eða lifa vitlaust.


Það skiptir miklu máli að fá tækifæri á að vera sjálfbjarga með því gera hluti sjálfur og fá þannig reynslu sem síðan byggist hægt og rólega ofan á gegnum allt lífið. Alltof oft er þessi reynsla tekin af einstaklingum, börnum sem fullorðnum, af því að einhverjir telja að þau geti ekki framkvæmt verkið af því þau kunni það ekki eða eru ekki fær um að gera það alveg ein og óstudd frá upphafi. Í stað þess að veita þeim tækifæri á að prófa sem og þann stuðning sem þau þurfa á meðan þau eru að æfa sig í að ráða við verkið. Líka þótt þau muni kannski aldrei geta framkvæmt verkið alveg sjálf þá er það dýrmæt reynsla og þekking sem verður til við framkvæmdina og yfirfærist á önnur verk í lífinu.


Skilgreinir þú þig sem sérfræðing í öðrum eða sem káta klappstýru með HÚH klappið á hreinu svo fólkið þitt og þú sjálf/ur skíni sem stjarna?


#heimastyrkur #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #iðja #iðjuþjálfun #iðjusamur #þátttakagegnumiðju #æfafærnigegnumiðju #sjálfsstyrkinggegnumiðju #aðlæragegnumiðju #aðveratilogtakaþáttgegnumiðju
43 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page