top of page

Ekki leyfa grímunni að gefa ranga mynd af aðstæðum

Þetta eru aðstæður margra foreldra barna með sérþarfir. Aðstæður oft álitnar foreldravandi innan samfélagsins í stað þess að horfa á þær frá sjónarhorni barnsins og hvað sé hægt að gera til að auka öryggi og vellíðan þess. Börn og fullorðnir forðast ekki aðstæður eða lenda í því að klára dagsorkuna sína við það eitt að sinna skyldum sínum eins og að mæta í skóla, tómstundir eða vinnu af ástæðulausu.


Heildræn og sytðjandi nálgun í þjónustu sem fer fram á ólíkum vettvangi innan samfélagsins, í því umhverfi sem barnið eða einstaklingurinn sækir og er byggð á þörfum þess aðila mun vera vænlegri til árangurs en þegar einungis er veitt þjónusta á einstaka stöðum innan samfélagsins. Það má heldur aldrei gleyma því að það tekur tíma að byggja upp tengsl og traust, oft marga mánuði áður en hægt er að fara í að taka skref í átt að breytingum sem barn eða einstaklingur upplifir örugg og treystir sér til að taka.


Munum að það eru margar hliðar á teningum og eina leiðin til að ná fram árangri er að sýna virðingu, skilning og stuðning við hæfi með heildrænum hætti innan samfélagsins, innan skóla, innan heimilis, meðal vina og í öðru umhverfi sem barnið sækir eða leikur sér í.

2 views0 comments

Comments


bottom of page