top of page

Byltur og forvarnir, að vera skrefi á undan byltu

Til að forða sér frá byltu þarf að bregðast við með viðeigandi hætti ef líkamsstaða breytist skyndilega. Bylta á sér stað þegar einstaklingur fellur óviljandi niður á gólf, jörð eða annan lágan flöt. Margar ástæður eru til varast byltu á efri árum s.s. brot, verkir, minni hreyfigeta og óöryggi sem dregur úr sjálfsstæði og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu einstaklings og lífsgæði, einnig hjá aðstandendum. Farið verður yfir helstu atriðin sem ýta undir byltuhættu og hvað sé hægt að gera til að draga úr þeirri hættu. Þetta er þó aðeins brot af þeim upplýsingum er varða byltur og byltuvarnir.


Áhættuþættir

Með hækkandi aldri getur hætta á byltu aukist m.a. ef líkamsstyrkur minnkar, sjón og heyrn skerðist, truflun verður í jafnvægi, lyfjanotkun eykst eða blóðþrýstingur breytist. Einnig ef þvaglátsþörf eykst, matarlyst minnkar, áfengisnotkun er óhófleg og þegar slappleiki eða veikindi eru til staðar. Gæludýr geta ýtt undir fallhættu t.d. með því að hrasa um þau eða ef hundur kippir óvænt í tauminn þegar farið er út um hurð, á göngu í stiga eða á útisvæðum.

Hættan á byltu eykst einnig ef göngulag er óstöðugt, ef þörf er á að styðja sig við húsgögn eða hjálpartæki við göngu, skóbúnaður er lélegur, undirlag er sleipt, mottur, stigar eða þrep eru í umhverfinu eða ef bylta hefur átt sér stað áður. Til að fyrirbyggja byltu þarf að skoða bæði færni og hegðun einstaklings en einnig umhverfið sem iðjan fer fram í, húsnæðið og nágrenni ásamt félagslegar aðstæður og efnahag. Því er gjarnan tala um innri og ytri áhrifaþætti tengt byltuhættu.


Forvarnir og lausnir

Ef óöryggi eykst gagnvart byltu er mikilvægt að leita til...


Hægt er að lesa greinina í heild sinni inn á heimasíðunni Aldur er bara tala.52 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page