top of page

Bíllinn og akstur á efri árum

Á heimasíðu Aldur er bara tala má sjá grein eftir mig um akstur á efri árum, sjá nánar á https://www.aldurerbaratala.is/lifogheilsa/billinn-og-akstur-a-efri-arum/


"Stundum er þörf á mati í akstursfærni sem getur verið framkvæmt af ökukennara og iðjuþjálfa sem er heilbrigðisstarfsmaður og sérfræðingur í iðju. Það kemur sér vel þegar upp koma vafamál tengt heilsufari, hreyfigetu eða vitrænni getu við akstur. Mikilvægt er að taka fram að hækkandi aldur er ekki ástæða þess að aksturshæfni minnkar enda er aldur bara tala. Það gerist vegna ákveðinna skerðinga sem eru líklegri til að eiga sér stað á efri árum en geta einnig gerst á yngri árum. Þar á meðal má nefna alvarleg sjónskerðing og heyrnarskerðing, skert hreyfigeta og viðbragðssnerpa, vitræn skerðing, minniskerðing, lyfjanotkun og fleira sem getur haft neikvæð áhrif á akstursfærni. Þau sem hafa t.d. lent í því að þurfa gleraugu á fullorðins árum hafa oft verið komin með töluverðar sjónbreytingar áður en þau leita til augnlæknis. Ástæðan er sú að líkaminn okkar hefur einstaka aðlögunarhæfni sem gerir það að verkum að við oft tökum ekki eftir því þegar færni okkar breytist hægt og rólega."


13 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page