top of page

Andlitsæfingar

Updated: May 16, 2021

Mikilvægt að hætta æfingum samstundis ef þið finnið fyrir óþægindum eða verkjum, þið þekkið ykkar líkama best.Gott að nudda andlitið létt í lok æfinga.

1) Lokið augunumogkreistið, haldið spennuí 5 sekúndur, slakið á og opnið augun. Endurtakið 5-10x sinnum. Fyrir suma er betraað loka augunumtil skiptis í 5 sekúndur, endurtakið 5-10x á sitthvoru auga.


2) Setjið stút á varirnar eins og þið séuð að fara að gefa kossog kreistið, haldið spennu í 5 sekúndur og slakið á í vörunum. Endurtakið 5-10x sinnum.3) Lyftið augabrúnum eins hátt og þið getið eins og þið séuð afar hissa, haldið spennuí 5 sekúndur og slakið á.Endurtakið 5-10x sinnum.4) Brosið með opinn munn og teygið munnvikin eins nálægt eyrum og mögulegt, haldið spennu í 5 sekúndur og slakið á. Endurtakið 5-10x sinnum.5) Þrýstið nasavængjum út og fitjið uppá nefið, haldið spennu í 5 sekúndur og slakið á. Endurtakið 5-10x sinnum, munið að þrýsta út nasavængjum áður en þið fitjið upp á nefið.


6) Þrýstið höku niður með opinn munninn eins langt og þið komist, haldið spennu í 5 sekúndur og slakið á. Endurtakið 5-10x sinnum.


7) Setjið tennur saman og bítið fast, haldið spennu í 5 sekúndur og slakið á. Endurtakið 5-10x sinnum.

268 views0 comments
bottom of page