top of page

Aðgengi að mikilvægri þjónustu og aðstoð getur verið lífsins nauðsyn

Fyrir stuttu var ég að aðstoða foreldri fjölfatlaðs barns við að sækja um bifreiðastyrk til TR fyrir bíl sem hentar og viðeigandi hjálpartæki frá SÍ í bílinn til að tryggja öryggi barns þegar það ferðast í bílnum með nauðsynleg hjálpartæki.


Barninu fylgir mikill tækjabúnaður í hvert sinn sem það fer að heiman. Það var farið að valda móðir miklum stoðkerfisvanda að lyfta hjálpartækjum í og úr heimilisbílnum sem er venjulegur station bíll auk þess sem pláss fyrir aðra fjölskyldumeðlimi minnkar hægt og rólega eftir því sem tækjabúnaðinum fjölgar. Barnið hefur heldur ekki aðgang að akstursþjónustu fatlaðra þar sem það þarf að hafa fylgdarmann með í bílnum og enginn fæst þá stöðu þar sem fylgdarmaður þarf sjálfur að koma sér á staðinn þar sem barnið er sótt og koma sér sjálfur af staðnum þar sem barninu er skutlað, á eigin kostnað.


Móðirin er búin að tala um að hún sé mjög verkjuð í líkamanum og álagið mikið við að ferja barn og hjálpartæki í og úr bíl oft á dag t.d. þegar barn fer í eða úr leikskóla, þegar farið er út í búð að versla eða systkinin fara í sund að leika sér. Þrátt fyrir að barnið fái töluverða þjónustu víða hefur enginn gripið boltann við að aðstoða móðir og barn með þennan vanda. Það sem gerist er að margir iðjuvandar hafa skapast til viðbótar. Þau fara sjaldnar út af heimili og einangrast hægt og rólega félagslega sem hefur neikvæð áhrif á heilsuna, andlega, líkamlega og félagslega allra í fjölskyldunni.


Þakklæti, léttir, gleði og von um betri tíma skein af andliti móðir þegar við kvöddumst í gær. Nú tekur við nokkra vikna bið eftir svari frá TR og SÍ sem vonandi verður jákvætt svo lífið verði einfaldara í iðju hversdagsins og þau geti öll tekið meiri þátt félagslega í samfélaginu á sínum forsendum.



*mynd fengin að láni á netinu, af annarri bílategund og hjálpartæki.


Σχόλια


bottom of page