top of page

Að hjóla er iðja

Updated: Aug 9, 2021



Snorri Már mætti í heimsókn til mín á þessu veglega VanRaam hjóli. Ég fékk þann heiður að aðstoða hann við að festa kaup á þessu hjóli og því mikilvægt fyrir mig sem iðjuþjálfa að fá að fylgja því verkefni eftir og sjá hann hjóla eins og vindurinn. Hann leyfði mér að prófa hjólagræjuna og alla þá eiginleika sem hjólið bíður upp á sem var pantað hjá Mobility.is

Upplifunin er eins og að sitja í góðum hægindastól á meðan hjartað og vöðvarnir sinna sínu hlutverki með að koma manni á milli staða. Það fylgir því mikil þjálfun að hjóla, ekki einungis fyrir vöðvana og hjartað heldur einnig fyrir heilann, eyrun og augun sem þurfa að vera vökul í umhverfi sem breytist í sífellu til að bregðast rétt við aðstæðum í hjólreiðartúr. Það er virkilega ánægjulegt fyrir iðjuþjálfann mig að sjá Snorra ná að sinna heilsu sinni daglega gegnum hreyfingu, iðju og félagsþátttöku en þarna var hann á leið niðrí bæ að fara í kaffi til bróður síns. Hann hjólar tugi kílómetra á hverjum degi, innanbæjar sem utan og það er enginn vafi í mínum huga að hjólreiðar er mikilvæg iðja fyrir Snorra sem gefur lífinu hans gildi. Myndirnar eru birtar með hans leyfi.


Fyrir þá sem langar að prófa að hjóla en ráða ekki við að hjóla á venjulegu reiðhjóli þá bjóða félagasamtökin Allir hjóla upp á ódýra leigu á ólíkum reiðhjólum í Hátúni 12, 105 Reykjavík. Það er hægt að bóka leigutíma inn á www.allirhjola.is eða í síma 779-6665 og það er opið alla virka daga milli 10-17 og laugardaga 11-14. Ég hvet ykkur til að kanna málið fyrir ykkur sjálf eða ykkar aðstandandur sem langar að upplifa skemmtilegan hjólreiðatúr.

61 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page