top of page

Þróun Heimastyrks síðustu ár

Þann 1. nóvember síðastliðinn eru komin 4 ár frá því Embætti landlæknis staðfesti að Heimastyrkur uppfylli lágmarkskröfur embættisins til að veita faglega þjónustu. Það var í fyrsta sinn sem embættið staðfesti slíka þjónustu á Íslandi á vegum sjálfstætt starfandi iðjuþjálfa. Síðan þá hafa fleiri bæst við í þann hóp mér til mikillar gleði. Vert að taka fram, að fram að þeim tíma voru nokkrir sjálfstætt starfandi iðjuþjálfar víðs vegar um landið, þar á meðal ég en mér fannst mikilvægt að fá þennan gæðastimpil.



Á þessum tíma hafa jákvæðar breytingar átt sér þar sem starfsemin hefur þróast og stækkað. Í dag er ég með tvær starfsstofur, veiti enn fjarheilbrigðisþjónustu, er að þjónusta börn og fullorðna á öllum aldri tengt ýmsum iðjuvanda, skynúrvinnsluvanda og félagsfærnivanda. Ég hef einnig verið að veita fólki með skerta færni í höndum, vegna gigtar, handaskaða eða lömunar, sértæka þjálfun og ráðgjöf því flest notum við hendurnar í stóran hluta daglegrar iðju og því mikilvægt að hlúa vel að handstyrk, úthaldi, fín- og grófhreyfingum og samhæfingu handa og augna. Allt með því markmiði að þeir einstaklingar verði færir um að sinna eigin þjálfun og heilsu án minnar aðkomu gegnum fræðslu, kennslu og leiðbeiningar ef allt gengur vel. Það er mikilvægt að vera við stjórnvölinn í eigin lífi og sinna eigin heilsu og færni. Það er hægt ef maður kann gagnlegar aðferðir til þess og fær stuðninginn á meðan lærdómurinn á sér stað.


Þar sem mér finnst gott aðgengi að iðjuþjálfun afar mikilvægt þá hef ég verið með aðgang hjá Kara Connect frá því í byrjun árs 2017. Ég hef boðið þeim sem eru búsettir út á landi og erlendis upp á einstaklingsþjónustu gegnum öruggan fjarfundabúnað þar sem síðar meir var einnig staðfestur af embættinu til að vera standast lágmarkskröfur.


Ég er einstaklega þakklátur iðjuþjálfi og stolt af þeim breytingum og þroska sem starfsemin hefur tekið síðustu ár í góðu og nánu samstarfi við ykkur og aðra innan samfélagsins.


#iðjuþjálfun #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #heimastyrkur #iðja #vellíðan #bjargráð #heilsa #sértækhandaþjálfun #ráðgjöf

10 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page