top of page

Öryggið á heimilinu í okkar höndum.

Updated: May 16, 2021

Heimilið

Heimilið á að vera griðarstaðurinn í lífinu okkar og því mikilvægt að okkur líði vel þar og að heimilið veiti okkur öryggi til að vera við sjálf og geta gert það sem við viljum og þurfum. Í því felst ekki einungis andlegt öryggi heldur einnig líkamlegt öryggi í formi þess að umhverfið henti okkar getu og þörfum og dragi ekki úr færni okkar til að vera sjálfbjarga í mikilvægri iðju sem gefur lífinu okkar gildi og veitir okkur lífsgæði.



Að líða vel og vera sjálfbjarga á eigin heimili

Ef það skiptir okkur máli að geta verið sjálfbjarga á eigin heimili þá er gott að velja húsnæði sem getur tekið tillit til ólíkra þarfa. Oft er gott að sjá fyrir sér hvort hægt sé að komast í öll rými heimilisins ef við t.d. fótbrotnum í hálku og þurfum að nota hækjur til að komast ferða okkar innhúss eða handleggsbrotnum. Enn betra ef við gerum ráð fyrir að geta komist í öll rýmin með því að ýta okkur áfram í hjólastól ef við myndum t.d. lærbrotna. Þetta eru frekar ýkt dæmi en ef heimilið er með gott aðgengi fyrir alla óháð getu þá telst það vera með aðgengi fyrir alla eða með algilda hönnun.

Einnig þarf að huga að lýsingu og hljóðvist til að draga úr fallhættu ef sjón og heyrn skerðist. Að sjálfsögðu getur reynst erfitt að huga að öllum þessum þáttum en ef við erum vakandi gagnvart þeim aukast líkurnar á að búa áfram á heimilinu óháð færniskerðingu. Ástæðan er sú að eftir starfslok þá eru margir sem verja meiri tíma innandyra en áður þegar ekki er þörf á að mæta til vinnu á ákveðnum tímum flesta virka daga. Til lengri tíma getur það leitt til færniskerðingar, sérstaklega ef hreyfingin veitir enga líkamlega áreynslu.


Grein eftir mig sem birtist á heimasíðunni Aldur er bara tala þann 28. janúar 2021 og fjallar um það sem ber að hafa í huga heima svo heimilið sé öruggt og eldist í takt við okkar þarfir. Greinina má lesa í heild sinni inn á heimasíðunni Aldur er bara tala.



21 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page