Veist þú hvar þinn skynþröskuldur liggur eða annarra í kringum þig?
Áhrif skynjunar á líðan, þátttöku og færni. Hegðun okkar og líðan byggist að mörgu leyti á því hvernig við skynjum umhverfið, líkamann okkar og samskipti í ólíkum aðstæðum.

Gegnum skynfærin er hægt að hafa jákvæð og neikvæð áhrif á líðan okkar t.d. með háværu hljóði, fataefni sem okkur klæjar undan eða vondri lykt. Ef okkur líkar t.d. ákveðin snerting, bragð eða að hreyfing þá má nýta þær lausnir til að auka vellíðan, ró eða gleði ef ég útskýri skynjun og skynúrvinnslu með einföldum hætti.
Þetta gefur okkur í hlutverki foreldra, maka, fjölskyldu, kennara, heilbrigðisstarfsfólks, fangavarða og svo mætti lengi telja verkfæri til að aðstoða þá sem líður ekki vel heima fyrir, í skóla, námi, vinnu eða innan þjónustuúrræða.
Innan skóla, vinnustaða, þjónustustaða fyrir fólk með fötlun, hjúkrunarheimila, heimila og á fleiri stöðum má sums staðar finna rými sem hafa það markmið að draga úr áreiti úr umhverfinu sem ýtir undir innri ró. Þetta geta verið rými með mýkt í birtu, hljóði, lykt og býður upp á efni og hluti sem veita ólíka upplifun gegnum snertingu og þyngd.
Hægt er að nýta þessar lausnir fyrir einstaklinga með ADHD, eru á einhverfurófinu, með heilabilun, fanga, sjúklinga, íbúa á hjúkrunarheimili eða búsetuúrræði, fólk með geðrænar áskoranir og tengt áfallastreituröskun svo eitthvað sé nefnt.
Vellíðan, iðja og þátttaka er eitthvað sem flesta langar að upplifa og því mikilvægt að leita ráðgjafar og stuðnings hjá iðjuþjálfa svo vel takist og æskilegur árangur náist. Iðjuþjálfar eru sérfræðingur í iðju, skynjun og skynúrvinnslu, áhrifaþáttum í umhverfi, þátttöku og heilsu einstaklinga á öllum aldri. Frá fæðingu til efri ára.


Sjá dæmi um áhrif skynjunar á líðan einstaklinga: https://www.powerfullyyou.org/otanswers/is-it-sensory-or-is-it-behavior?fbclid=IwAR0ws0sjtCZTg9_0O-FxtczPWM0ImxnQFSPBTSWdRcBJcNdYm4sQ3Jndb80


#heimastyrkur #guðrúnjóhannaiðjuþjálfi #iðjuþjálfun #skynjun #skynfærin #skynúrvinnsluvandi #vellíðan #slökun #iðja #aðlöguniðju #færnitiliðju #þátttaka