Námskeið og fyrirlestrar

Námskeið

1.png

Vöxtur og Vegferð námskeið 
- My Growth Path

Námskeið ætlað fullorðnum sem eru greindir eða hafa grun um að vera á einhverfurófinu og búa að krefjandi reynslu af vinnumarkaði, námi, félagsþátttöku og samskiptum.

Tilgangur námskeiðs er að skilja kjarna persónunnar, ólíka hegðun og tegund af samskiptum. Áhersla er lögð á mikilvægi samkenndar og kærleika í eigin garð, trú á eigin getu og veittur stuðningur við að móta næstu skref í vegferð lífsins. Markmið þátttöku er að efla sjálfsmynd, skilning á eigin líðan og efla getu til að takast á við ólíkar aðstæður í samskiptum og félagsþátttöku. Sjá nánar >>>

Poster- Iðjulyklar.jpg

Iðjulyklar að bættri heilsu

Iðjulyklar til að upplifa jafnvægi í daglegri iðju.

Hverjir eru þínir iðjulyklar í krefjandi aðstæðum? Er of mikið álag í þínu lífi og gengur erfiðlega að halda uppi mismunandi hlutverkum heima, í vinnu eða í félagsstarfi? Ertu orkulaus, úrvinda og streitan að fara með þig? Vantar þig verkfæri til að takast á við aðstæður? Þá gæti þetta námskeið hentað þér.

Markmið námskeiðs er að styðja fólk á öllum aldri við að finna hvar jafnvægi þeirra liggur í daglegri iðju. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að upplifa mikið álag og streitu í daglegu lífi, eru að upplifa einkenni kulnunar eða hafa hætt á vinnumarkaði vegna heilsubrests. Það er mikilvægt að finna bjargráð sem henta hverjum og einum einstaklingi sem verkfæri til að takast á við krefjandi aðstæður. Einnig er lögð áhersla á að forgangsraða daglegri iðju út frá mikilvægi, huga að orkusparandi vinnuaðferðum til að tryggja heilsuvernd og að endurheimt í kjölfar áskorana. Þeir sem finna sína iðjulykla eru líklegri til að ná að efla líkamlega andlega og félagslega heilsu og þar af leiðandi ráða betur við aðstæður sem annars gætu reynst  streituvaldandi. Sjá nánar>>>

Fræðsla og fyrirlestrar

241666442_827858771233319_3681889106044681804_n.jpg

Líkamsbeiting 
- skrifstofustörf

Fræðsla, ráðgjöf og leiðbeiningar fyrir starfsfólk sem vinnur við skrifstofustörf. Tilgangur þjónustu er að draga úr stoðkerfisvanda og álagi við skrifstofustörf og hvetja til heilsueflingar og vellíðan.

​Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og aðra fyrirlestra sem eru í boði á vegum Iðjuþjálfun Heimastyrkur fást á netfanginu gudrun@heimastyrkur.is

Screen Shot 2021-09-18 at 16.57.14.png

Hjálpartæki og velferðartækni

Fræðsla, ráðgjöf og leiðbeiningar fyrir einstaklinga en einnig starfsfólk í félags- og heilbrigðisþjónustu. Tilgangur fræðslu er að upplýsa um þau tæknilegu úrræði sem eru í boði tengt heimilum, vinnu og bílum til að auka sjálfsbjargargetu við iðju og draga úr stoðkerfisvanda og álagi við aðhlynningu og aðstoð.

​Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og aðra fyrirlestra sem eru í boði á vegum Iðjuþjálfun Heimastyrkur fást á netfanginu gudrun@heimastyrkur.is

Screen Shot 2021-09-18 at 17.01.33.png

Líkamsbeiting
- heimilisþrif og húsverk

Fræðsla, ráðgjöf og leiðbeiningar fyrir einstaklinga en einnig fyrir starfsfólk sem vinnur við heimilisþrif og húsverk. Tilgangur fræðslu er að draga úr stoðkerfisvanda og álagi ásamt því að hvetja til heilsueflingar og vellíðan.

​Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og aðra fyrirlestra sem eru í boði á vegum Iðjuþjálfun Heimastyrkur fást á netfanginu gudrun@heimastyrkur.is

Screen Shot 2021-10-26 at 21.17.55.png

Iðja, heilsa og umhverfi eftir sextugt

Fræðsla, ráðgjöf og leiðbeiningar um hvernig er hægt að stuðla að góðri heilsu og uppbyggilegri iðju eftir sextugt. Farið er yfir þau áhrif sem viðhorf, umhverfi og iðja getur haft á vellíðan, heilsufar, félagslega þátttöku og sjálfsbjargargetu. Tilgangur fræðslu er að stuðla að athafnasömu og heilsusamlegu líferni á efri árum.

​Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og aðra fyrirlestra sem eru í boði á vegum Iðjuþjálfun Heimastyrkur fást á netfanginu gudrun@heimastyrkur.is

Screen Shot 2021-10-26 at 21.38.22.png

Að taka þátt og njóta alla ævi - árin eftir starfslok

Fræðsla, ráðgjöf og leiðbeiningar um mikilvægi tilgangsmikillar iðju, hreyfingar og félagslegrar þátttöku við starfslok. Tilgangur fræðslu er að stuðla að athafnasömu, lausnamiðuðu og heilsusamlegu líferni eftir starfslok með nærandi samskiptum og tengingu við samfélagið gegnum breytt hlutverk.

​Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn og aðra fyrirlestra sem eru í boði á vegum Iðjuþjálfun Heimastyrkur fást á netfanginu gudrun@heimastyrkur.is

Screen Shot 2021-10-26 at 21.38.54.png

Being active and enjoying life as an senior citizen

Presentation, counseling and instructions regarding the importance of meaningful occupation, excercise, social activities and participation when you retire. The purpose is to encourage active and healthy lifestyle as a senior citizen by pursuing meaningful communication and connection to the society when roles in life change around retirement. For more information and questions, gudrun@heimastyrkur.is