top of page
Heart Shape

Listmeðferð

Listmeðferð er meðferðarleið sem byggir á sálfræðikenningum og listsköpun. Í listmeðferð gefst einstaklingnum öruggt rými til persónulegrar tjáningar á tilfinningum og hugarheim með fjölbreytilegum myndlistar efnivið í umsjón listmeðferðarfræðings. 

Hvað er listmeðferð (e. art therapy)?

Listmeðferð byggir á listsköpun og sálfræðikenningum eins og tengslakenningum, þroskakenningum, samkenndarnálgun, hugrænni nálgun og núvitund. Aðferðir í nálgun miðast við þann einstakling sem sækir þjónustuna og hans þarfir miðað við þroska, aldur, færni og lífsreynslu.

Listmeðferðarfræðingur hefur umsjón með meðferðarferlinu í öruggu umhverfi. Í vinnuferlinu er ekkert rétt eða rangt og því engin þörf á að hafa þekkingu og reynslu í listsköpun til að sækja listmeðferð. Markmið listmeðferðar er ekki að gera listaverk eða "fallega mynd" heldur er sjálft sköpunarferlið undirstaðan og aðalatriðið í listmeðferð til að styrkja sjálfsvitund og vinna úr erfiðum tilfinningum og reynslu. Birtingarmynd myndmálsins (imagery) er mjög fjölbreytilegt og gefur tækifæri til að setja fram líðan og upplifanir sem erfitt getur verið að setja í orð. Úrvinnsla þess er persónuleg og er hlutverk listmeðferðarfræðings að styðja einstaklinginn í að finna út og skilja hvaða merkingu listsköpunin hefur fyrir hann. 

Lismeðferð er meðferðarleið sem hentar einstaklingum á öllum aldri, börn - fullorðnir og eldri borgarar sem hafa verið að glíma við andlegar áskoranir, áföll, sjúkdóma, fatlanir og félagslegar áskoranir. Í boði er bæði einstaklings- og hópameðferð.

Mikilvægt er að mæta í allt að 10 tíma til að sjá ávinning af listmeðferðarvinnu. Stakur tími kostar 20.000 kr en hægt er að kaupa 5 eða 10 tíma inneign með afslætti inn á netverslun Heimastyrks.

Fjóla Eðvarðsdóttir

Þroskaþjálfi og listmeðferðarfræðingur

Starfsstofa:

​Lífsgæðasetrið St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði, eftir hádegi á mánudögum.

bottom of page