top of page

Iðjuþjálfun og athafnir daglegs lífs

- sjúkdómar, heilkenni og veikindi

Iðjuþjálfun

 

Iðjuþjálfar aðstoða einstaklinga við þátttöku í samfélaginu og við að framkvæma þá iðju sem þeim finnst mikilvægt að geta sinnt. Þetta getur verið þjónusta og aðstoð tengt dagsrútínu, venjum og samskiptum. Við að finna gagnlegar aðferðir við að sinna iðju af sjálfsdáðum, með aðstoð annarra eða hjálpartækjum og velferðartækni. Iðjuþjálfar leiðbeina um hvernig hægt er að sinna iðju með orkusparandi vinnuaðferðum þegar fólk er í veikindum eða með lágt orkustig yfir daginn. Í þjónustuferlinu er stuðst við persónumiðaða nálgun þar sem ferlið er ákveðið í samvinnu við einstaklinginn með valdeflandi og lausnamiðaðri sýn. Mat á færni við iðju getur farið fram á stofu, inn á heima, í skóla, í vinnu, í akstri eða utandyra til að tryggja að einstaklingar upplifi vellíðan (líkamlega, andlega eða félagslega eftir því sem við á). Iðjuþjálfar leggja áherslu á að einstaklingar hafi tækifæri á að taka virkan þátt í samfélaginu út frá þeirra getusviði og á þeirra forsendum.

 

Í fræðum iðjuþjálfunar er horft á einstaklinginn sem iðkanda og því mikilvægt í störfum iðjuþjálfa að allir fái tækifæri á að sinna þeirri iðju sem þeir kjósa út frá þeirri nálgun að iðju hefur áhrif á heilsuna og getur því haft lækningagildi, bæði andlega og líkamlega, þar sem hún gefi lífinu gildi og lífsfyllingu. Hver og ein persóna mótast út frá sínum líkamlegu, sálfélagslegu og vitrænu eiginleikum sem og persónuleika. Persónan þroskast og breytist með aukinni þekkingu, reynslu og í gegnum þau verkefni og þá iðju sem hún tekst á við á lífsleiðinni. Það er einstaklingsbundið hversu mikla hæfni persónan hefur á hverju sviði og hafa gen, uppvöxtur, umhverfi, athafnir og hlutverk áhrif þar á.

 

Sjálfræði (e. autonomy) er hverri manneskju mikilvægt, það að ráða sér sjálf og vera laus undan yfirráðum annarra. Það að vera sjálfráða er að hafa tækifæri til að hegða sér og framkvæma athafnir út frá óskum, viðhorfum og venjum hvers einstaklings út frá þeirri félagsmótun sem hann hefur fengið með hliðsjón af þeim viðhorfum og viðmiðum sem mynda það samfélag sem hann býr í.

Sjúkdómar, heilkenni og veikindi

Ýmsir þættir hafa áhrif á færni okkar til að takast á við hversdaginn og athafnir daglegs lífs. Þar á meðal má telja gigt og gigtarverki, heilablóðfall og lömun eða skerta hreyfifærni, hreyfihömlun vegna CP (cerebral palsy), minnisskerðingar tengt heilabilun, alzheimer og heilaskaða, einkenni taugasjúkdóma eins og parkinson, MS og MND og hamlanir vegna áhrifaþátta einhverfu, ADHD, félagskvíða og þunglyndis svo eitthvað sé nefnt.

Opinberir samstarfsaðilar

Aldur er bara tala - Sólrún Erla Gunnarsdóttir félagsráðgjafi

Alzheimersamtökin - Iðjuþjálfun

Heili.is - Anna Björnsdóttir taugalæknir 

Gigtarmiðstöðin - Ragnar Freyr Ingvarsson lyf- og gigtarlæknir

NPA miðstöðin - Ráðgjöf iðjuþjálfa

Parkinsonsamtökin - Heilsuráð iðjuþjálfans og handaþjálfun

Vinnumálastofnun

bottom of page