Hugur og hendur

Heilsunámskeið fyrir félagsfólk í Parkinsonsamtökunum

Skráning fer fram á heimasíðu samtakanna, Parkinsonsamtökin.

 

Opið námskeið fyrir fólk með parkinson til að efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu. Á námskeiðinu hlúum við að heilsunni með ólíkum hætti. Við dönsum, syngjum, hlægjum, gerum fingrafimi og fleira skemmtilegt. Skráning í þjálfunina fer fram á parkinson.is undir viðburðir og hægt að mæta í staka tíma eða alla tíma.

Námskeiðið fer fram á mánudögum kl. 11 og á fimmtudögum kl. 14:00 í Takti miðstöð Parkinsonsamtakanna á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

Umsjón með námskeiðinu hefur Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi hjá HeimaStyrk.

Námskeiðið er niðurgreitt af Parkinsonsamtökunum er því aðeins í boði fyrir félagsfólk í samtökunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hugur og hendur.png