top of page

Heimilisathugun

Heimilisathugun

 

Heimilið er í flestum tilfellum griðarstaðurinn í lífi okkar, þar á okkur að geta liðið vel og verið örugg í því umhverfi umvafin þeim húsbúnaði sem við höfum safnað að okkur yfir ævina út frá okkar þörfum og áhuga. Við verjum miklum tíma á heimilinu og því mikilvægt að við upplifum það sem öruggt og að það ýti undir vellíðan og virkni með góðu aðgengi. Til hafa tækifæri á að eldast með öruggum hætti heima getur verið gott að fá fagaðila t.d. iðjuþjálfa til að taka út heimilisaðstæður upp á að fá ábendingar og aðstoð varðandi þær breytingar eða hjálpartæki sem gæti vantað. Ástæðan fyrir því að iðjuþjálfar reynast vel í það hlutverk að gera heimilisathugun er vegna þess að þeir hafa þá þekkingu að taka tillit til einstaklingsins sem býr á heimilinu. Það merkir að engar tvær heimilisathuganir eru eins því einstaklingar eru með ólíkar þarfir og mismikið virkir yfir daginn innan sem utan heimilisins. Markmið heimilisathugunar er því að aðlaga heimilið að þeim sem þar búa sem það í huga að auka virkni íbúa og öryggi, draga úr fallhættu og auka sjálfsbjargargetu hans í daglegum athöfnum. Heimilisathugun fer því fram með þeim hætti að

  • Skoða umhverfið utan og innandyra í tengslum við aðgengi, það er hvernig íbúanum tekst að komast af sjálfsdáðum án áhættu milli staða innandyra sem utandyra. Það á einnig við um að kanna nálægð og aðgengi að nauðsynlegri þjónustu t.d. heilsugæslu, matvöruverslun, apótek og félagslífi.

  • Meta þarfir íbúans út frá hans vana, rútínu og hegðunarmynstri.

  • Skilgreina hvað sé mikilvægast fyrir íbúann að geta gert sem lengst í samráði við hann.

  • Leiðbeina um lausnir því stundum þarf að breyta umhverfi t.d. fjarlægja þröskulda, mottur, setja upp handföng, bæta lýsingu, færa til húsbúnað, geymslurými á t.d. fatnaði, snyrtivörum eða eldhúsáhöldum.

  • Sækja um viðeigandi hjálpartæki til Sjúkratrygginga Íslands ef þörf er á.

  • Þjálfa nýjar eða breyttar aðferðir við útfærslu á athöfn.

  • Meta árangur í samráði við íbúann í lok þjónustu.

bottom of page