top of page

Vellíðan og heilsa
með gigt, verki og stoðkerfisvanda

Er gigt, verkir og stoðkerfisvandi að hrjá þig?

Lærðu að stuðla að meiri vellíðan, hreyfingu og heilsu þrátt fyrir gigt, verki og stoðkerfisvanda. Fræðsla og kennsla í verkjastillandi, orkusparandi og styrkjandi aðferðum sem styðja við iðju án verkja. Fjallað er um líkamann í heild en sérstök áhersla lögð á hendur og handafærni þar sem mikið af iðju dagsins er gerð með höndunum sem og liðvernd. Fræðsla um verndandi aðferðir fyrir líkamann við að sinna almennri iðju hversdagsins heima fyrir og einnig tengt vinnu. Farið verður yfir hvaða spelkur geta gagnast, hjálpartæki og líkamsbeiting til að draga úr verkjum, auka færni við iðju sem og vellíðan og heilsu.

Námskeiðið fer fram á þriðjudögum milli kl.15:15-16:00 í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði, Suðurgötu 41 og er 3 skipti.

Næsta námskeið hefst 2. maí.

Námskeiðsverð er 24.500 kr og hægt að kanna með styrki hjá stéttarfélögum.

Athugið að innifalið í námskeiðskostnaði er einfaldur búnaður sem nýtist á námskeiðinu og heima á milli tíma fyrir æfingar og til að verkjastilla.

Námskeið

2. maí, 9. maí og 16. maí 2023

4. júlí, 11. júlí og 18. júlí 2023

Skráning fer fram hér

Gigt, verkir og stoðkerfisvandi (5).png
bottom of page