top of page

Andleg líðan og geðrænar áskoranir

Andleg líðan og geðrænar áskoranir

Margir þættir í lífinu hafa áhrif á hvernig okkur líður t.d. nefna streita, áföll, óvæntir atburðir, meðfæddir áhrifaþættir eða geðsjúkdóma. Þegar okkur líður ekki vel þá er ekki ólíklegt að það sé erfiðara að koma sér af stað í að sinna ýmsum athöfnum, verkefnum eða taka þátt í félagslegum viðburðum eða vera í krefjandi samskiptum við aðra.

Einkennin geta komið fram í vanda við að:

  • komast á fætur á morgnana,

  • mæta í vinnu eða skóla,

  • sinna hreinlæti eins og að bursta tennur eða fara reglulega í sturtu,

  • sinna heimanámi,

  • borða fjölbreytta fæðu reglulega yfir daginn,

  • sinna fjármálum,

  • halda heimili,

  • hitta fjölskyldu eða vini.

 

Iðjuþjálfar vinna í anda batamiðandi þjónustu sem er ávalt persónumiðuð þar sem markmið fyrir þjónustunni eru sett í samvinnu við einstaklinginn út frá hans aðstæðum, líðan, styrkleikum, áhugasviði og áskorunum. Einnig er hægt að óska eftir ráðgjöf og fá leiðbeiningar um hvernig sé best að ná jafnvægi í daglegu lífi, mynda skipulag fyrir komandi vikur, ná yfirsýn yfir helstu verkefni og halda orku til að koma nauðsynlegum athöfnum í framkvæmd með því að halda jafnvægi milli athafna og hvíldar.

Þessi þjónusta hentar vel fyrir þá sem eru t.d. að kljást við einmanaleika eða félagslega einangrun og vantar aðstoð við að finna og taka fyrstu skrefin í átt að vellíðan, foreldra sem eiga í erfiðleikum með að rjúfa óæskilegt hegðunarmynstur eða skapsveiflur hjá börnum eða unglingum, einstaklinga sem langar að komast í nám eða út á vinnumarkað eða þá sem hafa orðið fyrir áföllum og vantar aðstoð við að koma jafnvægi á daglegt líf á ný.

bottom of page