top of page

Fullorðnir og aldraðir

Fullorðnir og aldraðir

 

Þjónusta í boði:

Markmiðaþjálfun gegnum iðju til að ná tökum á námi, vinnu eða daglegri iðju sem er mikilvæg. Iðjuþjálfar leggja áherslu á persónumiðaða þjónustu gegnum SMART markmið og því ávalt um að ræða form af markmiðaþjálfun innan félags- og heilbrigðisvísinda. Sú nálgun reynist þeim vel sem eru að takast á við áskoranir heima, í námi eða í vinnu eða félagslegri þátttöku. Að fjárfesta í okkur sjálfum er mikilvægt. Iðjuþjálfar veita stuðning og ráðgjöf á meðan unnið er að settum markmiðum út frá styrkleikum og hæfileikum með tilliti til áhrifaþátta í umhverfinu. Heilsan flokkast í líkamlega, sálfélagslega og andlega heilsu og því mikill ávinningur að vera í markmiðaþjálfun hjá iðjuþjálfa. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hér á síðunni og senda fyrirspurn á gudrun@heimastyrkur.is  

Athugið að þjónustan er endurgreidd hjá flestum stéttarfélögum landsins þar sem þjónustan er flokkuð sem heilbrigðisþjónusta.

Sértæk þjálfun og ráðgjöf fyrir fólk með ADHD og á einhverfurófinu, hentar einnig vel þeim sem hafa sterkan grun um að vera með ADHD eða á einhverfurófinu. Hér er einblínt á ráðgjöf og þjálfun við iðju. Þjónustan er persónumiðuð og hefur þann tilgang að auka stýrifærni í daglegri iðju, félagsfærni, styrkleika og vellíðan. 

Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hér á síðunni og senda fyrirspurn á gudrun@heimastyrkur.is

Athugið að þjónustan er endurgreidd hjá flestum stéttarfélögum landsins þar sem þjónustan er flokkuð sem heilbrigðisþjónusta.

 

Handaþjálfun og ráðgjöf fyrir fólk með gigt, verki í höndum, hafa lent í slysum á hendi eða eru að missa kraft í höndum vegna aldurs eða sjúkdóma. Í boði er verkjastillandi meðferð, fræðsla og ráðgjöf tengt handaæfingum, smáhjálpartækjum, verkjameðferð, liðvernd og spelkum. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hér á síðunni og senda fyrirspurn á gudrun@heimastyrkur.is 

Athugið að þjónustan er endurgreidd hjá flestum stéttarfélögum landsins þar sem þjónustan er flokkuð sem heilbrigðisþjónusta.

Áhugahvetjandi samtal (e. Motivational interview) er þjónusta ætluð þeim sem hafa ekki náð að nýta sér námskeið, úrræði eða lausnir sem þau hafa fengið hjá fagaðilum. Eiga í erfiðleikum með að tileinka sér nýjar venjur, breyta hegðun sem þeim finnst ekki æskileg eða finna verklag sem hentar við daglega iðju, nám eða vinnu.

Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hér á síðunni og senda fyrirspurn á netfangið gudrun@heimastyrkur.is

Athugið að þjónustan er endurgreidd hjá flestum stéttarfélögum landsins þar sem þjónustan er flokkuð sem heilbrigðisþjónusta.

Slökunaraðferðir og Grounding Therapy (jarðtenging) hentar vel þeim sem eiga erfitt með að slaka á, eru með svefnvanda, ná ekki að sinna námi, vinnu eða annarri mikilvægri iðju vegna álags, streitu eða líðan. Fræðsla, kennsla og þjálfun í gagnreyndum aðferðum og meðferð til að auka öryggistilfinningu, vellíðan, slökun og frammistöðu í daglegri iðju. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hér á síðunni og senda fyrirspurn á netfangið gudrun@heimastyrkur.is

Athugið að þjónustan er endurgreidd hjá flestum stéttarfélögum landsins þar sem þjónustan er flokkuð sem heilbrigðisþjónusta.

Skynúrvinnsla og áskoranir tengt skynúrvinnslu (e. Sensory Processing Disorder) er metin og persónumiðaðar lausnir fundnar á þeirri skynúrvinnslu í daglegri iðju og vinnu. Margir eru mjög viðkvæmir gagnvart eða þola illa umhverfis hljóð, birtu og ljósaperum, lykt, snertingu eða bleytu sem dregur úr getu þeirra til að vera á vinnumarkaði þrátt fyrir að búa að miklum styrkleikum á öðrum sviðum. Matið er gert til að finna hvaða þættir geta stutt  með jákvæðum hætti við skynúrvinnsluvandann og mögulega iðjuvanda sem hann skapar. Hentar vel þeim sem eru t.d. á einhverfurófi eða með ADHD, eru með mikinn kvíða, vefjagigt, hafa fengið covid (hefur mjög slæm áhrif á skynfærin og getu þeirra til að vinna úr skynboðum s.s. bragði, lykt og fleira), eru að kljást við síþreytu og vefjagigt, hafa lent í kulnun eða burnout og eru með mikinn stoðkerfisvanda og verki. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hér á síðunni og senda fyrirspurn á netfangið gudrun@heimastyrkur.is

Athugið að þjónustan er endurgreidd hjá flestum stéttarfélögum landsins þar sem þjónustan er flokkuð sem heilbrigðisþjónusta.

Orkusparandi vinnuaðferðir fyrir fólk með skerta orku og úthald vegna veikinda, sjúkdóma, öldrunar eða í kjölfar covid, kulnunar og örmögnunar. Fræðsla, þjálfun og ráðgjöf tengt orkusparandi vinnuaðferðum og líkamsbeitingu í vinnu, heima eða námi til að auka færni við iðju, vellíðan, efla líkamsbeitingu og auka orkustig yfir daginn í daglegri iðju og vinnu. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hér á síðunni og senda fyrirspurn á netfangið gudrun@heimastyrkur.is

Athugið að þjónustan er endurgreidd hjá flestum stéttarfélögum landsins þar sem þjónustan er flokkuð sem heilbrigðisþjónusta.

Mat á vinnufærni er þjónusta ætluð þeim sem þurfa stuðning tengt atvinnu eða námi og vilja greina og meðhöndla þá þætti sem draga úr vinnufærni og -framlagi. Þjónustan byggir á að skoða áhugasvið, styrkleika, iðjusögu og félagslega þátttöku þar sem mat fer fram á undirliggjandi áhrifaþáttum. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hér á síðunni og senda fyrirspurn á netfangið gudrun@heimastyrkur.is

Athugið að þjónustan er endurgreidd hjá flestum stéttarfélögum landsins þar sem þjónustan er flokkuð sem heilbrigðisþjónusta.

Vinnustaðaathugun hefur það markmið að draga úr hindrunum og neikvæðum áhrifaþáttum í vinnuumhverfi og verkefnum til að auka vinnufærni, vinnuvernd og úthald. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hér á síðunni og senda fyrirspurn á netfangið gudrun@heimastyrkur.is

Athugið að þjónustan er endurgreidd hjá flestum stéttarfélögum landsins þar sem þjónustan er flokkuð sem heilbrigðisþjónusta.

Heimilisathugun tryggir að umhverfið á heimilinu styðji við færni íbúans með aukinni sjálfsbjargargetu, draga úr stoðkerfisvanda og verkjum ásamt því að auka öryggi íbúans heima þar sem meðal annars er lagt mat á umhverfið, aðgengi, birtu, líkamsbeitingu við iðju og metin þörf fyrir hjálpartæki ef það á við. Þjónusta til að draga úr hindrunum og áhrifaþáttum í daglegri iðju og unhverfi til að auka vinnufærni og úthald og draga úr verkjum og stoðkerfisvanda. Hentar vel þeim sem eiga langa sögu um stoðkerfisvanda og meðferð hjá t.d. læknum og sjúkraþjálfara án árangurs sem hefur skert getu til vinnuþátttöku, fyrir fólk með fötlun eða sjúkdóma og eldri borgara. Mikil iðja á sér stað á heimilinu sem ýtir undir stoðkerfisvanda og verki sem er mikilvægt að leiðrétta og hefur um leið jákvæð áhrif á líkamsbeitingu, vinnuvernd, úthald og verki. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hér á síðunni og senda fyrirspurn á netfangið gudrun@heimastyrkur.is

Athugið að þjónustan er endurgreidd hjá flestum stéttarfélögum landsins þar sem þjónustan er flokkuð sem heilbrigðisþjónusta.

Hjálpartæki og velferðartækni fyrir daglega iðju heima, í námi, vinnu eða við akstur. Aðstoð með umsóknir til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), ráðgjöf og kennsla í notkun á tækjabúnaði. Hentar vel fyrir þá sem eru t.d. með gigt, stoðkerfisvanda, taugavanda eins og parkinson, MS eða MND og eiga í erfiðleikum með að sinna daglegri iðju, námi eða vinnu vegna skerðinga. Veitt er ráðgjöf og stuðningu til að sækja um viðeigandi hjálpartæki til SÍ og til kaupa á þeim búnaði sem ekki fæst að láni hjá (SÍ) til að auka getu þeirra á vinnumarkaði s.s. handaspelkur, vinnustóla, BaraHealth púða eða annað sem nýtist þeim við vinnu. Hægt er að panta tíma í ráðgjöf hér á síðunni og senda fyrirspurn á netfangið gudrun@heimastyrkur.is

Athugið að þjónustan er endurgreidd hjá flestum stéttarfélögum landsins þar sem þjónustan er flokkuð sem heilbrigðisþjónusta.

Ýmis námskeið, fyrirlestrar og fræðsla er í boði hjá Heimastyrk og má nálgast nánari upplýsingar um þau með því að Smella hér>>>

bottom of page