Fullorðnir, aldraðir og samstarfsaðilar Heimastyrks

Fullorðnir og aldraðir

 

Heimilið er í flestum tilfellum griðarstaðurinn í lífi okkar, þar á okkur að geta liðið vel og verið örugg í því umhverfi umvafin þeim húsbúnaði sem við höfum safnað að okkur yfir ævina út frá okkar þörfum og áhuga. Við verjum miklum tíma á heimilinu og því mikilvægt að við upplifum það sem öruggt og að það ýti undir vellíðan og virkni með góðu aðgengi. Til hafa tækifæri á að eldast með öruggum hætti heima getur verið gott að fá fagaðila t.d. iðjuþjálfa til að taka út heimilisaðstæður upp á að fá ábendingar og aðstoð varðandi þær breytingar eða hjálpartæki sem gæti vantað. Ástæðan fyrir því að iðjuþjálfar reynast vel í það hlutverk að gera heimilisathugun er vegna þess að þeir hafa þá þekkingu að taka tillit til einstaklingsins sem býr á heimilinu. Það merkir að engar tvær heimilisathuganir eru eins því einstaklingar eru með ólíkar þarfir og mismikið virkir yfir daginn innan sem utan heimilisins. Markmið heimilisathugunar er því að aðlaga heimilið að þeim sem þar búa sem það í huga að auka virkni íbúa og öryggi, draga úr fallhættu og auka sjálfsbjargargetu hans í daglegum athöfnum. Sama á við um vinnustaðaúttekt og úttekt á umhverfi skóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Allt hefur þetta þann tilgang að draga úr hamlandi áhrifaþátttum á þátttöku barna, fullorðinna og aldraðra heima og að heiman í samfélaginu.

Umhverfisathugun fer því fram með þeim hætti að

  • Skoða umhverfið utan og innandyra í tengslum við aðgengi, það er hvernig íbúanum tekst að komast af sjálfsdáðum án áhættu milli staða innandyra sem utandyra. Það á einnig við um að kanna nálægð og aðgengi að nauðsynlegri þjónustu t.d. heilsugæslu, matvöruverslun, apótek og félagslífi.

  • Meta þarfir íbúans út frá hans vana, rútínu og hegðunarmynstri.

  • Skilgreina hvað sé mikilvægast fyrir íbúann að geta gert sem lengst í samráði við hann.

  • Leiðbeina um lausnir því stundum þarf að breyta umhverfi t.d. fjarlægja þröskulda, mottur, setja upp handföng, bæta lýsingu, færa til húsbúnað, geymslurými á t.d. fatnaði, snyrtivörum eða eldhúsáhöldum.

  • Sækja um viðeigandi hjálpartæki til Sjúkratrygginga Íslands ef þörf er á.

  • Þjálfa nýjar eða breyttar aðferðir við útfærslu á athöfn.

  • Meta árangur í samráði við íbúann í lok þjónustu.

 

Slys, veikindi og sjúkdómar geta haft mikil áhrif á hversu vel okkur gengur að vera sjálfbjarga í daglegu lífi, gera það sem við viljum og komast ferða okkar þegar okkur langar til. Það að fótbrotna, fá lungnabólgu eða greinast með parkinson, krabbamein, gigt eða heilabilun leiðir til þess að sumar lífsvenjur breytast og þá getur myndast þörf á aðstoð til að klæða sig, baðast, nærast, komast út í búð eða upp í rúm að sofa. Iðjuþjálfar veita ávalt einstaklingsmiðaða þjónustu og ráðgjöf sem hefur það markmið að auka eða viðhalda virkni, vellíðan og sjálfsbjargargetu. Iðjuþjálfar meta aðstæður og líðan einstaklingsins og út frá þeim niðurstöðum leggur hann til þær breytingar sem þurfa að fara fram en ávalt í samráði við einstaklinginn. Stundum reynist nóg að færa til húsgögn eða húsbúnað, sækja um viðeigandi hjálpartæki eða þjónustu eða leiðbeina í breyttum aðferðum í tilteknum athöfnum til þess að einstaklingurinn nái að viðhalda fyrri virkni, vellíðan og sjálfsbjargargetu. Orkusparandi vinnuaðferðir hafa það markmið að einstaklingur getur haldið áfram að vera sjálfsbjarga í daglegum athöfnum með því að breyta því hvenær og hvernig hann framkvæmir þær athafnir sem skipta hann máli að geta. Jafnvægi í daglegu lífi er stór hluti af orkusparandi vinnuaðferðum þar sem virkni og hvíld dreifist með skipulögðum hætti yfir daginn með eða án aðstoðar hjálpartækja eða með breyttri líkamsbeitingu. Slíkar vinnuaðferðir henta einstaklega vel þeim sem eru með viðvarandi verki eða skert úthald vegna t.d. gigtarsjúkdóma, parkinson, lungnaþembu, hjartasjúkdóma eða krabbameins.

 

Lög um málefni aldraðra skilgreina einstakling sem náð 67 ára sem aldraðan. Með áherslu á þátttöku í samfélaginu, virðingu og vellíðan aðstoða iðjuþjálfar aldraða við að lifa sjálfstæðu, sjálfbjarga og öruggu lífi heima sem lengst. Það að verða aldraður merkir ekki að einstaklingur sé veikur eða hrumur en líkami og hugsun starfa ekki með sama hraða og á yngri árum og því mikilvægt að huga vel að því að eldast á farsælan hátt sem lengst. Leiðin að því er meðal annars að lifa heilsusamlega og athafnasömu lífi. Það krefst þess að einstaklingar þurfa að undirbúa starfslok og efri ár með fyrirvara því fyrir marga reynist nóg að skipuleggja einungis 6 vikna sumarfrí, hvað þá margra ára eftirlaunaævi. Ég hef verið svo heppin að fá að umgangast og starfa með öldruðum einstaklingum síðan að ég var lítið barn og á þeim árum hefur lífaldur fólks lengst um mörg ár. Þeir sem hætta að vinna í dag og fara á eftirlaun um 67-70 ára geta vænst þess að lifa án þess að vera hluti af vinnumarkaði í ca 20-40 ár. Það er ansi langur tími. Það eru ekki allir sem vita hvert þeir eiga að leita til að reyna að tryggja að þeir eigi í vændum farsæla öldrun en ánægjulegt er að sjá hversu mörg stéttarfélög hafa farið að sinna þessu málefni með því að bjóða upp á fræðslu um starfslok sem og félög eldri borgara sem er að finna víðs vegar um landið.

Opinberir samstarfsaðilar

Parkinsonsamtökin - Heilsuráð iðjuþjálfans og handaþjálfun

Alzheimersamtökin - Iðjuþjálfun

Aldur er bara tala - Sólrún Erla Gunnarsdóttir félagsráðgjafi

Heili.is - Anna Björnsdóttir taugalæknir