top of page

Börn, unglingar og skynúrvinnsla

Börn, unglingar og skynúrvinnsla

 

Iðjuþjálfar aðstoða þá sem eiga í vanda með athafnir daglegs lífs eða eru í áhættu fyrir að þróa með sér slíkan vanda og á það ekki síður við um börn og unglinga sem eru á því mikilvæga lífsskeiði að læra t.d. að hreyfa sig, tjá sig og eiga samskipti við aðra, skilja og stjórna eigin líðan, að verða sjálfbjarga og sjálfráða. Þjónustan byggir á sannreyndri þekkingu og er sérsniðin að þörfum hvers og eins.

 

Markmið þjónustunnar er að mynda samræmi milli þeirra eiginleika sem barnið/unglingurinn býr að, iðju og umhverfis svo barnið geti tekið þátt á sínum forsendum, með eða án stuðnings frá öðrum.

 

Í þjónustunni er metin færni, áhugasvið, styrkleikar og áskoranir hjá barninu. Út frá þeim upplýsingum er áskorunin skilgreind og markmið þjónustu ákveðið í samvinnu við barnið og foreldra, mögulega í samstarfi við starfsmenn leikskóla, skóla eða frístundaheimila ef það á við.

 

Oftast er notast við iðju, hreyfingu og leik í þjálfun barna þar sem það veitir tækifæri á afslöppuðum og skemmtilegum samskiptum og hreyfingum sem hafa það markmið að veita skynfærum barnsins/unglingsins hæfilegt áreiti til að efla getu og færni t.d. hreyfingar, líkamsstyrk, samskiptafærni eða samhæfingu handa og augna.

 

Þjónusta við börn og unglinga getur einnig verið ráðgjöf og stuðningur við foreldra sem vilja rjúfa samskipta- og hegðunarmynstur sem hefur neikvæð áhrif á líðan og færni barnsins.

bottom of page